Eyjan Vigur seld

Vigur og Hestfjallið. Mynd: Mats Wibe Lund.

Salan á eyjunni Vigur er frágengin. Þetta staðfesti Salvar Baldursson í samtali við Bæjarins besta í gærkvöldi. Kaupandi er Gísli Jónsson og fjölskylda hans.

Kaupverð er trúnaðarmál. Gísli Jónsson hefur í hyggju að starfrækja ferðaþjónustu í eyjunni. Afhending fer fram eftir áramót.

Salvar sagði að hann væri sáttur við söluna. Þau hjón væru búin að vera í tæp 40 ár í búskapnum. „Þetta er  orðið gott í bili“, sagði Salvar.

DEILA