Einar Guðnason ÍS strandaði við Gölt

Línubáturinn Einar Guðnason ÍS 303 strandaði í gærkvöldi, skömmu fyrir miðnætti, við Gölt í mynni Súgandafjarðar. Báturinn var að koma úr róðri. Áhöfninni var bjargað um borð í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Mennirnir eru heilir á húfi.

Báturinn er talinn illa farinn eða jafnvel ónýtur þar sem hann liggur í fjörugrjóti en reynt verður í dag að losa hann af strandstað.

Einar Guðnason ÍS 303 er í eigu Norðureyrar ehf á Suðureyri og kom til Suðureyrar í fyrra.

DEILA