Edinborg: Fullt hús á bókakynningu

Frá kynningunni á laugardaginn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fullt var á bókakynningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á laugardaginn. Um 140 manns mættu til að hlýða á rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Fram komu fimm rithöfundar. það voru:

Bragi Ólafsson, sem kynnti bók sína Staða pundsins.
Huldar Breiðfjörð, las úr Sólarhringl
Sigrún Pálsdóttir með bók sína Delluferðin
Sölvi Björn Sigurðsson kynnti bókina  Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis og Vigdís Grímsdóttir sem las úr bókinni Systa.

Höfundarnir fengu óskipta athygli gesta við kynninguna og góðar undirtektir að henni lokinni.

Edinborg Menningarmiðstöð stóð fyrir kynningunni.

DEILA