Dýralæknir til 1. maí 2020

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir hefur gert samning við Matvælastofnun um að sinna Vestfjörðum til 1. maí 2020. Sigríður segir að uppsagnarfrestur sé einn mánuður í þessum samningi.

Ég hef áhuga á að sjá hvort úr verði bætt með að fá annan dýralækni á svæðið í framhaldinu. Ef ekki þá fer ég að huga mér til hreyfings. Þetta er ekki hægt svona til lengdar“  segir Sigríður.

Ráðherra landbúnaðarmála ákvað  að skipa starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna og áttu tilefningar að liggja fyrir 6. ágúst frá tilnefningaraðilum.  Starfshópurinn átti upphaflega að skila tillögum í október síðastliðnum, en hefur ekki lokið störfum eftir því sem næst verður komist.

 

Markmið starfshópsins er að tryggja dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum og þjónustu utan dagvinnutíma á hagkvæman og aðgengilegan hátt, með áherslu á velferð dýra, segir á vef ráðuneytisins. „Í því sambandi er gert ráð fyrir að m.a. verði litið til endurskipulagningar vaktsvæða og til annarra lausna, svo sem fjarþjónustu og miðlægrar símsvörunar. Hópnum er jafnframt falið að kanna möguleika þess að endurskoða aðskilað eftirlits og þjónustu, þar sem erfitt getur reynst að manna stöður á dreifbýlli svæðum, og aðskilnað þjónustu milli gæludýra og búfjár. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum til þessara verkefna í fjármálaáætlun 2020-2024 og taka þarf tillit til þess í vinnu hópsins.“

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Steingrímur Ari Arason, skipaður formaður án tilnefningar,
  • Sigurborg Daðadóttir, tilnefnd af Matvælastofnun,
  • Gísli Sverrir Halldórsson, tilnefndur af Dýralæknafélagi Íslands,
DEILA