Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 43-44

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 43-44 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 Klárað var að leggja drenlögn meðfram vinstri vegg í göngunum.  

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.  

Búið er að steypa 11 hluta af 14 í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði og eru þá bara eftir tvær steypufærur í fullri lengd og svo ein stutt í endann.

Haldið var áfram með fyllingar yfir vegskálann í Dýrafirði. Að auki var klárað að steypa undirstöðu fyrir mastur og sökkul fyrir fjarskiptahús sem standa utan við munna ganganna í Dýrafirði.  

Í Dýrafirði var áfram unnið við fyllingar í veg, niðurlögn á vegræsum og frágangi á fláafleygum og skeringum. Einnig  var byrjað aftur að keyra neðra burðarlag í veginn.  

Á meðfylgjandi myndum má sjá útlögn á neðra burðarlagi,  uppsetningu á járnamottum yfir einangrunarmottur, horft yfir veg í Dýrafirði og niðurlögn á vegræsi í Dýrafirði.  

DEILA