Dynjandi: frekari friðlýsing í undirbúningi

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir fulltrúum frá Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ í samstarfshóp um undirbúning friðlýsingar og er í erindinu vísað til samtala milli ráðuneytisins og sveitarfélaganna um friðlýsingarhugmyndir á Vestfjöðrum innan marka sveitarfélaganna tveggja.

Ekki kemur fram í erindinu hvaða hugmyndir um er að ræða. Freyja Pétursdóttir, Umhverfisstofnun segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta  að um sé að ræða „hugmyndir að friðlýsingu í kringum Dynjanda, þar sem RARIK gaf ríkinu jörðina nýverið.“

Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að bæjarstjóri muni tilnefna fljótlega fulltrúa Ísafjarðarbæjar fljótlega í samstarfshópinn, en bæjarráðið fól bæjarstjóra það verkefni.

 

DEILA