Bolungavík: 290 tonnum landað í síðustu viku

Aflabrögð í Bolungavík voru með ágætum í síðustu viku. Alls komu um 290 tonn af fiski í landi.

Togarinn Sirrý landaði tvisvar samtals 110 tonnum. Fimm snurvoðarbátar lönduðu um 70 tonnum. Steinunn SH var með 20 tonn og Ásdís ÍS 19 tonn.

Þá reru sex línubátar og lönduðu þeir samtals liðlega 110 tonnum. Aflahæstur var Fríða Dagmar ÍS með 42 tonn og Jónína Brynja ÍS  landaði 30 tonnum.

DEILA