Arctic Protein hf vinnur meltu úr laxaslógi og byggir tanka

Patreksfjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrirtækið Arctic Protein hf , sem tengist Arnarlax hf vinnur meltu úr slógi og afskurði í laxeldinu á sunnanverðum Vestfjörðum. Það hefur sótt um 100 fermetra lóð á Patreksfirði undir aðstöðu fyrir 270 rúmmetra  tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar.

Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar samþykkti að leigja lóðina undir meltutank.

Sama fyrirtæki sótti einnig um leyfi til að leggja 100-150 mm dælulögn á hafnbotni utan við grjótgarð er umlykur athafnasvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Dælulögnin er ætluð til að dæla meltu frá þjónustubátum í tanka sem staðsettir eru á lóðinni að Strandgötu 10-12, Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráðið  samþykkti  erindið.

Um er að ræða umtalsverðar framkvæmdir sem byggjast á laxeldinu sem er á svæðinu.

DEILA