Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Sunnanverðum Vestfjörðum verður í dag

Aðalfundur Samtaka atvinnurekenda á Sunnanverðum Vestfjörðum verður haldinn í dag þriðjudaginn 26. Nóvember 2019 kl 16:00 í Ólafshúsi á Patreksfirði.

 

Samtökin voru stofnuð 7. október 2014 og eru því orðin 5 ára en þau hafa beitt sér fyrir ýmsum hagsmunamálum atvinnulífsins m.a. ítarlegum viðræðum við sveitarfélög á svæðinu um þjónustu og fleira.

 

Vestfjarðastofa mun kynna verkefni sín á fundinum með áherslu á suðvesturhluta Vestfjarða.

 

Öllum atvinnurekendum á svæðinu er boðið á fundinn eða að senda fulltrúa sinn og taka þannig þátt í mótun og styrkingu samfélagsins.

 

DEILA