Aðalfundur Félags um Listasafn Samúels 2019

Guðrún Sigurlaug Sigurðardóttir tók myndina. Á myndinni eru: Ólafur Engilbertsson, Sólveig Ólafsdóttir, Gerhard König, Hreinn Skagfjörð, Júlía Leví og Kári Schram.

Aðalfundur Félags um Listasafn Samúels var haldinn í Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 4. nóvember 2019

 

Söfnun á Karolinafund vorið 2018 skipti sköpum fyrir félagið, hún gerði það að verkum að hægt var að ljúka framkvæmdum við hús Samúels.

Sambahátíðin í ágúst 2018 tókst vel og gestir ánægðir. Þó var nokkurt tap á hátíðinni. Um haustið og fram til jóla voru síðan framkvæmdir innanhúss í húsi Samúels og gólf steypt í kirkju og listasafni.

Kári Schram var endurkjörinn formaður, Ólafur Engilbertsson gjaldkeri og Sólveig Ólafsdóttir ritari. Kristín Ólafsdóttir var endurkjörin meðstjórnandi en Fjóla Eðvarðsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og var Júlía Leví kjörin í stjórn í hennar stað.

Arndís Arnórsdóttir var kjörin áfram endurskoðandi og Pétur Bjarnason og Hilmar Einarsson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.

Gerhard König sagði frá því á fundinum að hann hefði nú staðið í viðgerðum í Selárdal í 21 ár og nú loks væri búið að forverja allt þar og framundan væri að halda í horfinu með viðgerðum.

Stefnt er að því að endurnýja glugga í listasafnshúsinu á næsta ári ásamt því að vinna að viðgerðum listaverka og bygginga og fá sjálfboðaliða. Samstarf verður við Vesturbyggð.

Á næstu tveimur árum er stefnt að því endurnýja gólf og innrétta listasafnshúsið.  Áður en gólfborð verða sett í húsið aftur þarf að komast fyrir rakasöfnun og auka loftun.

Einnig þarf að endurnýja glugga í kirkju Samúels og setja þar gólf. En listasafnshúsið er í forgangi en þar er geymsla og verkstæði eins og er og þarf að finna lausn á þeim málum.

DEILA