Hólmavík: Eldri borgarar fá hvatningarverðlaun HSS

Jóhanndine Sverrisdóttir teku við hvatningarverðalunum HSS úr hendi Hrafnhildar Skúladóttur, formanns HSS.

Í gær tók Hanna Sverrisdóttir við Hvatningarverðlaunum Héraðssambands Strandamanna fyrir hönd Félags eldri borgara í Strandasýslu. Bikarinn er veittur fyrir öflugt íþróttastarf sem samanstendur m.a. af styrktarþjálfun í tækjasal, þol/styrktaræfingum í íþróttasal, gönguferðum, jóga og boccia æfingum. Ástundun er oft í viku og samkvæmt skipulagðri dagskrá.

Félagar sjást hér með þjálfara sínum Ragnheiði Birnu Guðmundsdóttir sem á heiður skilinn fyrir stuðning og kennslu.

DEILA