Vísað úr kjarasamningasamráði Sambands ísl. sveitarfélaga

Súðavíkurhreppi og Reykhólahreppi hefur verið vísað úr kjarasamningasamráði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambandsins tilkynnti þetta á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fram fór fyrir helgina. Ástæðan er sú að sveitarfélögin ákváðu að greiða ófaglærðum starfsmönnum eingreiðslu í sumar, þrátt fyrir að að launanefnd sveitarfélaganna hefði lagst gegn því.

Verkalýðsfélögin höfðu vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara og launanenfdin vildi ekki fallast á að greiða einsgreiðsluna nema það yrði dregið til baka.

Aldís Hafsteinsdóttir innti á að sveitarfélög landsins hafi gert samninga við sambandið um að það hafi fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir þeirra hönd og því séu afskipti einstakra sveitarfélaga að kjaraviðræðum óheimil. Sagði hún það hafa valdið miklum vonbrigðum að þrátt fyrir viðvaranir og beiðnir til sveitarfélaga um að grípa ekki inn í yfirstandandi kjaraviðræður þá hafi örfá þeirra samt gert það. Að hennar sögn hefur stjórn sambandsins ekkert val hafa þegar kemur að viðbrögðum við brotum á samningi um kjarsamningsumboðið og því hafi viðkomandi sveitarfélögum sem völdu að brjóta samning sveitarfélaga verið tilkynnt að nú þurfi þau að semja beint og gera sjálfstæða kjarasamninga við viðkomandi stéttarfélög, án aðkomu sambandsins.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps sagði að viðbrögð hreppsins væri einfaldlega þau að semja sjálft við stéttarfélögin og hann sagðist ekki sjá það sem neitt sérstakt vandamál. Kjarasamningagerðin hefði sinn gang.

Brgai Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík sagðist ekki hræðast að annast kjarasamningagerð en undraðist viðbrögð Sambandsins. Hann sagði að Samband íslenskra sveitarfélaga væri farið að taka ákvarðanir sem færu gegn hagsmunum smærri sveitarfélaga innan sambandsins. Það væri umhugsunarvert.

DEILA