Vestri vann Selfoss 87:64

Lið Vestra í körfuknattleik karla sigraði lið Selfoss örugglega í fyrsta heimaleik liðsins á Torfnesi í gærkvöldi. vestri tók strax í fyrsta leikhluta afgerandi forystu og leiddi að honum loknum með 9 stiga mun. Eftir jafnan annan leikhluta jók Vestri forystuna bæði í 3. og 4. leikhluta og vann að lokum með 23 stiga mun.

Nebojsa Knezevic átti mjög góðan leik. Hann skoraði 20 stig , tók 5 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Hilmar Hallgrímsson og Marko D. skoruðu 17 stig hvor og Matic M. skoraði 16 stig.

Vestri hefur leikið tvo leiki í 1. deildinni og unnið þá báða. Liðið er með 4 stig í 2.-4. sæti deildarinnar, en sum lið hafa leikið 3 leiki.

DEILA