Vestfirðir: rætt um sameiningu sókna

Í fyrradag var haldinn fundur í safnaðarheimilinu á Ísafirði um hugmyndir biskipus um sameiningu sókna á norðanverðum Vestfjörðum í eitt prestakall sem yrði þjónað af fjórum prestum. Sr Magnús Erlingsson, prófastur sagði í samtali við Bæjarins besta að á fundinn hefði fólk mætt af svæðinu öllu og skiptst á skoðunum um áformin.  Samstarf prestanna fjögurra fékk nokkuð góðar undirtektir og sáu menn ýmsa kosti við slíka teymisvinnu. Hægt yrði að dreifa verkum og sinna þjónustu í öllu prestakallinu þótt einhver væri fjarverandi. Hins vegar komu fram áhyggjur af því að fljótlega gæti prestsembættunum verið fækkað svo sem vegna fólksfækkunar eða tilfallandi niðurskurðarkröfu.

Fundurinn var aðeins kynningarfundur og ekki gerðar samþykktir um málið.

DEILA