Vel heppnuð árshátíð Dýrfirðingafélagsins

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins var haldinn í Reykjavík á laugardaginn. Að sögn Guðmundar H. Helgasonar var hún ákaflega vel heppnuð. Nærri 100 manns sóttu árshátíðina.

Veislustjóri var Magnús Guðjónsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri og stýrði hann samkomunni styrkri hendi. Fríða Regína Höskuldsdótiur flutti minni Dýrafjarðar af miklum skörungsskap. Guðmundur Helgi Helgason annaðist matseldina og fékk mikið lof fyrir góðan mat. Tamar flutti nokkur lög og hljómsveitin Hafrót lék fyrir dansi.

Gyða Hrönn tók myndirnar.

DEILA