Vegagerðin: stöðvaði vegheflun eftir rigningarnar

Óheflaður vegur á Dynjandisheiði. Mynd: visir.is

Vegagerðin stöðvaði á öðrum degi veghefla á Vestfjörðum sem farnir voru af stað til að hefla malarvegi eftir mikla rigningartíð síðustu vikna. Meðal annars var heflun á sunnanverðum Vestfjörðum stöðvuð og heflarnir sendir heim þrátt fyrir að malarvegir væru með versta móti. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta komu fyrirmælin frá æðstu stöðum innan Vegagerðarinnar  og borið við fjárskorti.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að vegheflun fari af stað næstu daga en „það var gert smá hlé meðan menn voru að fara yfir stöðuna og þar á meðal fjárhagsstöðuna.“

 

 

DEILA