Vakti athygli á slæmum samgöngum við Árneshrepp

Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi vakti athygli á slæmum samgöngum við Árneshrepp á Alþingi í gær. Kvaddi hús sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og benti á að ófært væri í Árneshrepp. sagði hún að  G Snjómokstureglan væri í gildi sem þýðir að aðeins er mokað vor og haust.

„Það á ekki að laga veginn í Árneshrepp, alla vega ekki næstu 5 árin, samkvæmt nýrri samgönguáætlun sem hæstvirtur samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra kynnti í síðustu viku. Vegur um Veiðileysuháls sem tengir Árneshrepp við umheiminn er skv. áætluninni á tímabili 2 sem þýðir á árunum 2024-2028.“

Arna Lára rifjaði upp að á þinginu 2011-2012 hafi verið lögð fram þingsályktun um sérstaka flýtingu vegaframkvæmda í Árneshreppi, flutningsmenn voru bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. Hún var ekki afgreidd og sagði Arna Lára að stjórnvöld hefðu brugðist  hreppnum.

Að lokum sagði hún að „í nútíma samfélagi gerum við kröfur um vegsamgöngur allt árið, rafmagnsöryggi og ljósleiðarasamband – en ekkert af þessu búa íbúar í Árneshreppi við.“

 

DEILA