Þ-H leiðin eina færa leiðin

Frá fundi á Reykhólum um vegamál.

Í bókun meirihluta hreppsnefndar Reykhólahrepps við afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi hreppsins vegna Vestfjarðavegar 60 segir að Þ-H leiðin sé eina færa leiðin ef  bæta á samgöngur og umferðaröryggi í Reykhólahreppi eins fljótt og auðið er.  Í bókuninni segir ennfremur að

Óheimilt að fara R leið

„Markmið breytinga á aðalskipulagi er að auka umferðaröryggi, auka greiðfærni og stytta leiðir á svæðinu með öruggari og burðarmeiri vegi. Samgöngubætur með nýjum Vestfjarðavegi munu hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið í Reykhólahreppi og á sunnanverðum Vestfjörðum.“  Þá segir í bókuninni að R leiðin komi langverst út í mati á umferðaröryggi og að  sveitarfélaginu er óheimilt að leggja fram valkost R af  þeim sökum.

Frestun hefur neikvæð samfélagsleg áhrif 

Þá er vikið að kostnaði við Þ-H leiðina og tvo aðra kosti sem einkum voru til skoðunar D2 jarðgangaleið í gegnum Hjallaháls og þverun Þorskafjarðar skv A3 og R leið, sem báðir eru taldir verulega dýrari en Þ-H leiðin og segir að Reykhólahreppur hafi  ekki frekari forsendur til að draga í efa kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar.  Það muni hafa veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif ef fresta þarf samgöngubótum vegna kostnaðar. Fengist hafi skýr
svör um að ekki verði unnt að bæta við 4-6 ma.kr. fjárveitingu sem til þarf, við þá 7,3 ma.kr. sem þegar liggja fyrir í Vestfjarðaveg.

Niðurstaða meirihlutans er því þessi:

„Því er það niðurstaða að hagsmunir samfélagsins vegna bættra samgangna séu meiri en þau neikvæðu umhverfisáhrif sem þau hafi í för með sér. Að teknu tilliti til samfélagsáhrifa,
umhverfisáhrifa, samgöngubóta, tímasetninga, mótvægisaðgerða og vöktunar leggur
sveitarfélagið til að setja leið Þ-H í aðalskipulag sveitarfélagsins með ákveðnum skilmálum.“

 

DEILA