Strandveiðar verði í 6 mánuði í stað fjögurra

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda krefst þess að hver bátur fái heimild til að
veiða 48 daga á strandveiðum ár hvert. Hverjum bát verði heimilt að róa að hámarki 12
daga í mánuði frá 1. apríl til 30. september. Hámarksafli á dag verði óbreyttur. Heimilt
verði að róa á öllum dögum vikunnar nema föstudögum og laugardögum.

Þetta er nokkur breyting frá núverandi fyrirkomulagi.  Gefnir eru fjórir mánuðir maí – ágúst og má róa allt að 12 dögum í hverjum mánuði og ekki færast ónýttir dagar á milli mánaða.

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda lýsir stuðningi við núverandi
svæðaskiptingu og hafnar hugmyndum um opnun milli svæða á strandveiðum, á meðan
ekki eru tryggðir 48 dagar til strandveiða öllum til handa.

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda samþykkir að heimilt verði að flytja
óveiddan strandveiðiafla milli ára eins og gildir um aðrar úthlutanir.

LS hvetur atvinnuveganefnd til að láta gera könnun meðal strandveiðimanna um hvernig
menn meti árangur af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kerfinu og hvaða
breytingar þeir vilji helst sjá að unnið verði með til að bæta strandveiðikerfið.

DEILA