Sjö erindi frá nemendum Háskólasetursins á næstu sjávarútvegsráðstefnu

Frá sjávarútvegs- ráðstefnunni 2018.

Næsta sjávarútvegsráðstefna verður haldin 7. – 8. nóvember í Hörpu. Það verður sú tíunda í röðinni en sú fyrsta var haldin árin 2010.  Á fyrstu tveimur ráðstefnunum var fjöldi skráðra þátttakenda rúmleg 300 en hefur verið 700-800 manns á síðustu árum.  Það er breiður hópur ráðstefnugesta sem mætir á Sjávarútvegsráðstefnuna. Af einstökum hópum mæta flestir frá sjávarútvegsfyrirtækjum, þ.e.a.s. útgerðum og fiskvinnslum.

Kynningar nemenda frá Háskólasetri Vestfjarða

Í málstofunni Kynning á nemendaverkefnum úr sjávarútvegstengdu námi eru nemar frá Háskólasetri Vestfjarða með sjö kynningar, en þær eru:

  • Er hagkvæmt að nýta ljósátu í Ísafjarðardjúpi? Kristján Guðmundur Jóhannsson
  • A depth-dependent assessment of annual variability in gonad index, reproductive cycle (gametogenesis), and roe quality of green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Breiðafjörður, Iceland, Tasha Eileen O´hara
  • Assessing The Degree of Maerl Habitat Fragmentation Affecting Fish Species Abundance, Michelle Lorraine Valliant
  • Local Ecological Knowledge on Sustainable Rockweed Harvesting, Jamie Lee
  • Understanding the Spatial Distribution of Arsenic, Cadmium, and Mercury in the Westfjords of Icelands, Anna Hixson
  • Lumpfish Habitat Development for use in Salmon Farming, Helen Conlon
  • Abundance and Distribution of Humpback Whales in Ísafjarðardjúp, Justin Brown

Háskólasetur Vestfjarða hóf sína starfsemi árið 2006 og eru nú tugir nemenda sem stunda mastersnám við skólann. Perla í sjávarútvegstengdu námi hér á landi sem hefur fengið takmarkaða umfjöllun í fjölmiðlum. Flestir nemendurnir eru erlendir sem skýrir það að flestar kynningarnar eru á ensku.

Hugmyndin að Sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn.

Sjávarútvegsráðstefnan er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Hlutverk félagsins er að halda árlega sjávarútvegsráðstefnu og er tilgangur hennar að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.

 

DEILA