Reynir Torfason, sjómaður, skipstjóri og myndlistarmaður á Ísafirði verður áttræður á föstudaginn, þann 1. nóvember.
Af því tilefni býður hann samferðafólki sínu upp á tertu og kaffi í Nausti, sal félags eldri borgara á Hlíf Ísafirði laugardaginn 2. nóvember frá kl 14 til 18.
Reynir afþakkar vinsamlegast allar gjafir en bók hans Andrá verður seld á kostnaðarverði.
Reynir var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2004.
Reynir Traustason, rithöfundur verður veislustjóri.