Reykhólar : Þ-H leiðin samþykkt

Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag að setja Þ-H leiðina á aðalskipulag hreppsins. Atkvæði féllu 3:2. Voru það Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Árný Huld Haraldsdóttir og Embla Dögg Jóhannsdóttir sem greiddu atkvæði með Þ-H leiðinni en þeir Karl Kristjánsson og Ingimar Ingimarsson, oddviti greiddu atkvæði gegn henni og vildu þeir  svokallaða R leið.  Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri staðfesti þetta við Bæjarins besta. Lagðar voru fram bókanir og verður frekar gerð grein fyrir þeim á morgun.

Málið fer nú til Skipulagsstofnunar sem þarf að staðfesta aðalskipulagsbreytingarnar.

DEILA