Drykkjarvatn á Reykhólum reyndist vera með E-coli í sýnum sem tekin voru 17. september. Rúmlega viku seinna, þann 25. september voru tekin sýni á þremur stöðum, Hólabúð, Barmahlíð og Þörungaverksmiðju. E.coli gerlar greindust í öllum sýnum. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók ný sýni þriðjudaginn 1. október. Tekin voru sýni á þremur stöðum, Barmahlíð, Hólabúð og Vatnsbrunni. E.coli gerlar greindust enn í öllum sýnunum. Íbúum er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn.
Anton Helgason, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlitsins segir að beðið sé eftir að fá geislunartæki á staðinn. Vonast er eftir því að það verði komið í notkun í næstu viku.