Reykhólar: dregst að koma upp geislatæki

Tryggvi Harðarson, Sveitarstjóri Reykhólahrepps segir að verið sé að vinna í því að koma geislatækjum upp, en mælst hafa E coli gerlar í drykkjarvatni á Reykhólum í nærri sex vikur eða frá 17. september. Hafa íbúar þurft að sjóða allt drykkjarvatn.

Geislatækin eru komin vestur, að sögn Tryggva, en það þarf að leggja rafmagn að geislatækjunum og koma þeim fyrir.  Hann vonast til að þau komist í gagnið innan tíðar.

DEILA