Patrekshöfn: vaxandi tekjur af skemmtiferðaskipum

Patrekshöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tekjur af komu skemmtiferðaskipa í Patrekshöfn fara hratt vaxandi að sögn Elfars Steins Karlssonar, hafnarstjóra. Á þessu ári voru tekjurnar 6 milljónir króna og 26 sinnum  komu skemmtiferðaskip til Patreksfjarðar í ár.  Í fyrra voru tekjurnar 3,2 milljónir króna og 2017 aðeins 102 þúsund krónur.

Elfar Steinn segir að á næsta ári stefni í tekjuaukningu þrátt fyrir fækkun skipakoma. „Það skýrist af því að á núlíðandi ári var tiltölulega lítið skip með margar skipakomur (um 50 farþega skip),  en útlit er fyrir fjölgun á skipum fyrir farþega á bilinu 150-600 farþega.“

DEILA