Patreksfjörður: 82 tonn í síðustu viku.

Esjar SH búinn að lands í patrekshöfn. Mynd: Hjörtur Sigurðsson.

Í síðustu viku var landað 82 tonnum í Patrekshöfn. Að sögn Hjartar Sigurðssonar, hafnarvarðar var frekar rólegt yfir línuveiðinni og litlar gæftir fyrir minni báta.

Núpur BA landaði 29 tonnum úr einum róðri og Patrekur BA var með 25 tonn í tveimur löndunum. Þá var dragnótabáturinn Esjar SH með 28 tonn í þremur róðrum. Einn bátur Sindri BA reri með landbeitta linu og landaði 788 kg úr einum róðri.

DEILA