Guðrún Elín Benónýsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri til Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. Hún kemur í stað Maríu Játvarðardóttur sem hefur látið af störfum. Guðrún Elín kemur að öllum líkindum að fullu til starfa í nóvember.
Guðrún Elín er fædd 1961. Hún lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði í júní 1986 frá Háskóla Íslands, meistaranámi í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, Mannauðsstjórnun frá háskólanum á Bifröst 2014 og Viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2017.
Hún hefur langa reynslu af störfum innan heilbrigðisgeirans og var m.a. hjúkrunarstjóri/deildarstjóri sjúkrasviðs á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga síðar Heilbrigðisstofnun Vesturlands frá 1998 til 2015, unnið sem hjúkrunarfræðingur á endurhæfingadeild fyrir aldraða, Landakoti, starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga, á Húsavík og nú síðast við Landspítalann í Reykjavík.
Í sínu starfi hefur Guðrún Elín komið að flestum þeim málum sem snerta starfsvið félagsmálastjóra auk þess að hafa góða þekkingu og reynslu hva stoðkerfi heilbrigðismála varðar.
Frá þessu er greint á vef Strandabyggðar.