Ný samgönguáætlun: tekin upp veggjöld í öllum jarðgöngum

Í nýjum drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2020 – 2034 kemur fram að fallið hefur verið frá áformum um veggjöld á helstu stofnleiðum að og frá höfuðborgarsvæðinu en hins vegar verða  tekin upp veggjöld  af umferð í gegnum jarðgöng. Eiga veggjöldin að  fjármagna rekstur og viðhald jarðganga landsins  sem og að standa undir því sem uppá vantar í framkvæmdakostnað, en helmingur stofnkostnaðar verður greiddur með beinum framlögum af samgönguáætlun og jarðgangaáætlun.

Því mega vegfarendur um þegar greidd Vestfjarðagöng, Dýrafjarðargöng og Bolungavíkurgöng vænta þess að þurfa að greiða sérstakt veggjald fyrir að aka um göngin. Ekki kemur fram hve hátt gjaldið gæti orðið.

Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við Fjarðarheiðargöng á árinu 2022 og í framhaldi af þeim verði síðan ráðist í gerð jarðganga á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og Mjóafjarðar og Fannardals (Mjóafjarðargöng). Kostnaður við þau göng er áætlaður um 66 milljarðar króna. Einnig mun verða leitað leiða til þess að fjármagna tvöföldun Hvalfjarðarganga og jarðgöng í Reynisfjalli með samstarfi við einkaaðila.

Þá er mælt er með að skoðuð verði nánar þessi jarðgangaverkefni en þau eru að sinni ekki hluti af áætluninni:

1. Ísafjörður-Súðavík (2,6-6,8 km). Hugsanlega leyst með vegskálum.

2. Fljót-Hólsdalur í Siglufirði (Siglufjarðarskarð) 5,2 km.

3. Múlagöng, breikkun vegna mikillar umferðar.

4. Hvalnesskriður, Lónsheiði (3-6 km). Hugsanlega leyst með vegskálum.

 

DEILA