Körfuboltinn rúllar af stað. Vestri með stórsigur.

Í gærkvöldi hóf meistaraflokkur karla í körfubolta leik í 1. deild Íslandsmótsins. Vestri mætti Snæfelli í Stykkishólmi kl. 19:15. Vestri sigraði örugglega með 114 stigum gegn 64. Nebosja Knezevic varð stigahæstur með 25 stig. Nemanja og Ingimar Aron skorðuðu 16 stog hvor. Matic og Hugi Hallgrímsson skoruðu 13 stig hvor og Hilmir gerði 11 stig. Fyrsti heimaleikur liðsins fer svo fram 18. október þegar Selfoss kemur í heimsókn.

En það er fleira um að vera um helgina. Í dag, laugardag og sunnudag fer fram fjölliðamót í F-riðli hjá 9. flokki drengja í Bolungavík. Mótið hefst klukkan 13:00 með leik Vestra og Vals en síðasti leikur laugardagsins er kl. 16:45 en þá mætir Vestri Þór Akureyri. Tveir leikir fara svo fram á sunnudagsmorgun kl. 10 og kl. 11:15 þegar Vestri mætir Stjörnunni.

Á sunnudag leikur stúlknaflokkur Vestra einnig sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu þegar stelpurnar mæta Haukum í Bolungavík. Leikurinn hefst kl. 14:00.

Við hvetjum alla til að mæta í Bolungavík um helgina og styðja við bakið á Vestra krökkum.

Nokkrir hópar frá Vestra verða svo á faraldsfæti um helgina auk meistaraflokks. Tíundi flokkur stúlkna á tvo útileiki gegn Ármanni á laugardag og sunnudag og drengjaflokkur mætir Fjölni á laugardag á útivelli. Þá er spilar sjöundi flokkur drengja á fjölliða móti á Selfossi um helgina.

Formlega hófst körfuboltatímabilið samt um síðustu helgi þegar strákarnir í minnibolta eldri (11 ára) hófu leik á Íslandsmótinu í fjölliðamóti sem fram fór í Seljaskóla. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel, sigruðu fjóra leiki af fimm og unnu sig þar með upp um riðil.

DEILA