Karfa: Vestri vann Skallagrím

Vestri gerði góða ferð í Borgarnes á fimmtudagskvöldið. Vestri lék þá við Skallagrím í 1. deildinni í körfubolta karla og fór vestri með sigur af hólmi 90:110. Sigurinn var öruggur og til marks um það þá vann Vestri alla leikfjórðungana. Í hálfleik leiddi vestri 53:44.

Ne­bojsa Knezevic var stgahæstur Vestfirðinganna með 31 stig. Hann átti auk þess 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Nem­anja Knezevic gerði 20 stig, Hilm­ir Hall­gríms­son 17 stig, Matic Macek 13 og Ingimar Aron Bald­urs­son 10 stig.

Vestri hefur leikið þrjá leiki og unnið þá alla og er í 1. – 3. sæti deildarinnar ásamt Hamar og Breiðablik með 6 stig.

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni á mánudaginn kl. 19:15.

Árskortin verða til sölu á 15.000 kr. og gilda þau á alla 12 heimaleiki liðsins á Íslandsmóti og fylgir kaffi á leikjum í kaupbæti.

Aðgangseyrir: 1.500, almennt verð, 1.000 kr. fyrir nemendur í framhalds- og háskólum, eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir grunnskólanemendur.

Uppfærð útgáfa af Vestra-hamborgaranum verður að sjálfsögðu á sínum stað! Grillmeistararnir kveikja upp um 18:30.

DEILA