Jól í skókassa – 29 pakkar

Patreksskóli - nemendur með gjafirnar. Mynd: aðsend.

Nemendur á miðstigi í Patreksskóla vinna nokkrum sinnum í viku þemaverkefni þar sem fléttað er inn í námsefnið grunnþætti menntunar. Síðastliðnar vikur hafa krakkarnir unnið með grunnþáttinn lýðræði og mannréttindi. Hluti af því verkefni var að taka þátt í verkefni KFUM og KFUK „Jól í skókassa“ sem er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að gleðja börn í Úkraínu.

Að þessu sinni útbjuggu nemendur í 5.6. og 7.bekk Patreksskóla 29 pakka sem á næstu vikum verða sendir til Úkraínu þar sem þeir koma til með að gleðja börn sem búa við mikla erfiðleika td á munaðarleysingjahælum eða sjúkrahúsum. Hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið á vefsíðunni kfum.is/skokassar/

DEILA