Ísafjarðarbær styrkir afreksbraut M.Í.

Menntaskólinn á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð ísafjarðarbæjar hefur samþykkt samning um afreksíþróttasvið MÍ fyrir skólaárið 2019-2020. Ísafjarðarbær leggur til kr. 1.911.613,- fyrir skólaárið 2019-2020. Samningurinn er gerður með framlengingu um annað skólaárið 2020-2021. Styrkurinn er ætlaður í launagreiðslur til þjálfara íþróttagreinanna sem í boði eru. Auk þess leggur Ísafjarðarbær til tíma í íþróttahúsinu á Torfnesi sem eru annars ekki í notkun í samráði við forstöðumenn íþróttamannvirkja.

Framlag menntaskólans sjálfs er á hverju skólaári er metið upp á 2.110.000 kr og sundurliðast í:
Kennsla í MÍ, laun og launatengd gjöld (4 ein. pr. önn) 1.424.000.
Styrktarþjálfun 366.000.
Húsnæði, rafmagn nettenging, kerfisstjórn og annar kostnaður 120.000.
Kynning og utanumhald 200.000.

Í minnisblaði til bæjarráðs um afreksbrautina segir að „í dag eru 1/3 af nemendum sem eru skráðir í dagskóla Menntaskólans á Ísafirði sem stunda nám við Afreksbrautina, rúmlega 40 nemendur. Aukning á aðsókn hefur verið milli ára (fjölgaði um 10 nemendur skólaárið 2019-2020) og hefur aðsóknin verið mun meiri en starfsfólk skólans lagði upp með þegar námsbrautin var sett á laggirnar. Íþróttagreinar sem nemendur Afreksbrautarinnar stunda eru körfubolti, fótbolti, handbolti, blak og dans.“

DEILA