Heimstenór í Hömrum á morgun

Það er mikil gróska í listalífinu á Ísafirði og eru listamenn duglegir við að sækja Ísafjörð heim. Næstu tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar fara fram komandi föstudag þann 1. nóvember kl. 20:00 í Hömrum.

Það eru þeir félagar Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór og Bjarni Frímann Bjarnason meðleikari flytja á þessum tónleikum stórvirki íslenskra sönglaga í bland við ástúðlegar þýskar tónbókmenntir.

Miðaverð er 3000 kr., en 2000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Aðgangur ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.

Miðar á tónleikana verða seldir við ingang.

DEILA