Handbolti:Hörður keppti í bikarkeppninni

Hörður skráði sig í bikarkeppnina í haust og fékk Þór frá Akureyri í heimsókn á mánudag.  Þórsararnir voru flottir á því og komu fljúgandi beint frá Akureyri í 19 manna Twin Otter vél.  Þessu hafði Hörður ekki reiknað með, heldur búist við rútuþreyttum Norðlendingum í leikinn sem var ekki raunin.  Harðverjar byrjuðu vel og skoruðu fyrsta mark leiksins.  Eftir fimmtán mínútna leik var staðan 6 – 8 fyrir Þór sem voru farnir að ókyrrast aðeins því líklega höfðu þeir búist við auðveldum leik.  Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá heimamönnum og Þór gekk á lagið.  Leikurinn endaði 16 – 39 Þórsurum í vil.  Markahæstur hjá Herði var Daniel Wale Adeleye með fimm mörk.

myndirnar tóku Anton Helgi og Ásta María.

Vel var mætt á leikinn.
DEILA