Fræðslumiðstöð Vestfjarða: Námskeið í október

Rétt er að vekja athygli á fjölbreyttu úrvali námskeiða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í október. Þeir sem hafa áhuga á einhverju af námskeiðunum ættu að kanna rétt sinn hjá sínum starfsmenntasjóði til endurgreiðslu á þátttökugjöldum.

Í næstu viku þann 11. október 2019 hefst á Bíldudal námskeið í vélgæslu.

Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður, á skipum allt að 12 metrar að skráningarlengd með vélarafl allt að 750 kW (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi í framhaldsskóla, sem skilgreint er í námskrá öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með allt að 750 kW vél (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með allt að 750 kW vél og allt að 24 metrar að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)). Sjá reglugerð.

Kennari verður Jóhann Bæring Gunnarsson.

 

Næstu námskeið:

Heimili og hönnun – Stofan  – Haldið 13. október.

Tölvur – grunnnámskeið – Hefst 15. október.

Bætt líðan með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar – Hefst 17. október.

Teikning / myndlist II – Hefst 22. október.

Lög og reglur – endurmenntun atvinnubílstjóra – Haldið 23. október

Umferðaröryggi – bíltækni – endurmenntun atvinnubílstjóra – Haldið 24. október.

Næring hreyfing og hvíld (frír örfyrirlestur) – Haldið 24. október.

Sterkari sjálfsmynd og kvenleg orka – Hefst 26. október.

Sannprófun – Innri úttektir – Haldið 28. október.

Enska fyrir atvinnulífið – Hefst 28. október.

Vistakstur öryggi í akstri – endurmenntun atvinnubílstjóra – Haldið 29. október.

Vöruflutningar – endurmenntun atvinnubílstjóra – Haldið 30. október.

Listin að lifa – lífsgæði og sjálfsrækt – Haldið 31. október.

 

Skráning og nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 og á vef miðstöðvarinnar www.frmst.is

DEILA