Flestir útlendingar í Súðavík

Þjóðskrá  Íslands hefur birt tölur um fjölda erlendra ríkisborgara sem búa á Íslandi. Alls voru 48.287 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. október 2019 og hefur þeim fjölgað um 3.417 frá 1. desember 2018 eða um 9,4%.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru þann 30. júní 2019 1.110 erlendir ríkisborgarar búsettir á Vestfjörðum og 6.050 með íslenskt ríkisfang. Samtals voru þá 7.160 manns búsettir í fjórðungnum. hlutfall útlendinga af heildarfjölda íbúa er 14% sem er nærri 50% hærra hlutfall en á landsvísu.

Flestir erlendir ríkisborgarar eiga heima í Ísafjarðarbæ 580 talsins. Í Vesturbyggð voru 190 erlendir ríkisborgarar og 180 í Bolungavík. Hæst hlutfall erlendra ríkisborgara er hins vegar í Súðavík. Þar voru 60 íbúar með erlent ríkisfang og 150 íslendingar.  Hlutfall útlendinganna er þar 40% af fjölda íslendinganna.  Næsthæst er hlutfallið í Bolungavík 23,4% og í Vesturbyggð er það 23,2%. Í Tálknafirði er hlutfallið líka hátt eða 22,5%.

Lægst er hlutfallið 0% í Árneshreppi, 4% í Reykhólahreppi og 7,5% í Strandabyggð.

DEILA