fermingarbörn safna fyrir hjálparstarf kirkjunnar

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús í sóknum um land allt dagana 29. – 31. október með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunn til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

Börn í fermingarfræðslu hafa undanfarin tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en í fyrra söfnuðu þau rúmum 7,8 milljónum króna með þessum hætti.
Ef þú vilt styðja söfnun fermingarbarna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku geturðu hringt í söfnunarsíma 907 2003 og gefið 2.500 krónur eða lagt upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499.

Þetta kemur fram á facebook síðu Vestfjarðaprófastdæmis.

DEILA