Ferðafélag Ísfirðinga: Ferðaáætlun og súpuferð

Hópurinn sem gekk yfir Fossheiði fyrr í sumar. Mynd: aðsend.

Næstkomandi miðvikudag, það er á morgun 2. október,  heldur Ferðafélag Ísfirðinga opinn fund þar sem lögð verða drög að göngum næsta árs og er áhugasamt göngufólk hvatt til að mæta. Fundurinn fer fram á sal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl. 20:15.

Félagið efnir svo til sinnar síðustu ferðar á þessu þróttmikla starfsári en samkvæmt venju er hér um að ræða súpuferð. Hópurinn hittist við Bónus kl. 13:00 á sunnudaginn og gengur stutta og þægilega göngu sem endar í súpu. Það verða reyndar fleiri veitingar á boðstólum þar sem að einnig verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Þá verður þeim félagsmanni sem þykir hafa skarað fram úr fyrir mikið og um leið óeigingjarnt starf í þágu félagsins veitt viðurkenning.

DEILA