Tekin voru sýni á fimmtudaginn á Reykhólum af drykkjarvatni og reyndist enn vera e coli mengun. Að sögn Antons Helgasonar heilbrigðisfulltrúa er verið að koma upp geislatækjum, en þau munu hreinsa drykkjarvatnið.
Frá 17. september síðastliðinn hefur mælst e coli mengun í vatninu og hafa því íbúar þurft að sjóða allt vatn til neyslu.