Ekki stuðningur við Minningargarða á Ísafirði

Skrúður.

Frumkvöðlaverkefnið Tré lífsins fór fram á það við bæjarráð að kæmi á fót Minningargarði þar sem aska látinna einstaklinga yrði gróðursett ásamt tré sem muni svo vaxa upp til minningar um hinn látna. Bæjaryfirvöld fara með skipuagsvaldið og þarf því atbeina þeirra.

Í erindinu segir að Tré lífsins sé frumkvöðlaverkefni og skiptist í þrennt. Í fyrsta hluta er skráning hinstu óska í persónulegan gagnagrunn, annar hluti er rafræn minningarsíðaog þriðji hlutinn er bálstofa og Minningargarðar.

Stungið er upp á því að Minningargarðarnir verði á svæði skógræktarsvæði sveitarfélaganna þar sem með tið og tíma myndu vaxa upp fallegir skógarlundir, eins og segir í erindinu.

Þá segir að Minningargarðarnir stuðli að sjálfbærum samfélögum með kolefnisjöfnun og falli að Landslagsskipulagsstefnu um skipulag byggðar og landnotkun.

Bæjarráð bókaði að það telur að um áhugavert verkefni sé að ræða, „en sér sér ekki fært að vera með í verkefninu að svo stöddu.“

DEILA