Edinborgarhúsið: Jazz og heimstónlist í kvöld

Kontrabassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson ásamt hljómsveit mun halda tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudagskvöldið 24.október næstkomandi. Fyrsta sólóplata Sigmars, Áróra, kom út á síðasta ári og hefur hlotið góðar viðtökur m.a. tvennar tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrr á þessu ári. Nú er að hefjast undirbúningur fyrir plötu númer tvö þar sem tónlistin er undir miklum áhrifum frá framandi heimstónlist og blandað saman við nútímajazz á athyglisverðan hátt. Dagskrá kvöldsins verður því samsett af nýju efni í bland við lög af Áróru plötunni. Aldrei að vita nema að önnur skemmtileg lög fái að fljóta með.

 

Hljómsveitina skipa, auk Sigmars á kontrabassa, þeir Helgi Rúnar Heiðarsson sem leikur á saxófón, gítar- og oudleikarinn Ásgeir Ásgeirsson og trommuleikarinn Matthías Hemtock.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangseyrir er kr. 2.500

DEILA