Drangsneshöfn : þarf varnargarð og löndunarkrana

Hafnargarðurinn á Drangsnesi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nauðynlegt er að gera varnargarð á Drangsnesi til þes að vera hafnargarðinn sem þar er. Þá þarf að endurnýja löndunarkranann. þetta er meðal þess að sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum lögðu fyrir alþingismenn kjördæmisins á árlegum fundi með þeim. Eins og fram hefur komið voru hafnamálin tekin sérstaklega fyrir og gerð grein fyrir verulegri þörf sem komin væri fyrir framkvæmdum í mörgum hafnanna á Vestfjörðum.

Útgerð er töluverð á Drangsnesi og gert út á línu og grásleppu. Keyptur var nýr bátur í vor og er útgerðarfélagið Skúli ehf að auka umsvif sín.

DEILA