Drangsnes: nýja gatan heitir Vitavegur

Drangsnes Mynd: Mats Wibe Lund.

Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps í gærkvöldi var kynnt niðurstaða íbúakosningar um nafn á nýju götuna í þorpinu.

Niðurstaða íbúakosningar varð að nafnið Vitavegur fékk 42% greiddra atkvæða. Húsahjalli fékk 36% , Vitahjalli 12% og önnur nöfn fengu 10%.

Sveitarstjórnin staðfesti að gatan fengi nafnið Vitavegur.

Sveitastjórn þakkaði íbúum þáttökuna og fól oddvita falið að annast nafngiftina.

 

DEILA