Breikkun Djúpvegar gengur vel

Vel gengur að breikka þjóðveginn um Hestfjörð og Seyðisfjörð að sögn Guðmundar Ólafssonar, verkfræðings  hjá Suðurverki. Verkið er á áætlun að hans sögn og tekist hefur vel að halda umferðinni gangandi þrátt fyrir framkvæmdir á sama tíma. Áfram verður unnið í vetur að verkinu. Breikkun og lækkun vegarins yfir Eiðið er langt komin og efnið sem þar fæst dugar að Kleifaánni í Seyðisfirði. Sótt verður svo efni í námu fyrir norðan Kleifa. Guðmundur segir að vegur yfir hálsinn lækki um 3 – 4 metra. Skila á verkinu næsta haust.  Guðmundur sagði að það væri á sama tíma og Suðurverk á að skila Dýrafjarðargöngum.

DEILA