Bolungavík: læknisbústaðurinn seldur

Höfðastígur 17, Bolungavík.

Bolungavíkurkaupstaður keypti fyrir nokkru læknisbústaðinn að Höfðastíg 17 af ríkissjóði.  Borist hefur kauptilboð í húsið upp á 20,9 milljónir króna sem bæjarráð hefur ákveðið að taka.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir kaupin enn vera ófrágengin og því ekki tímabært að skýra frá því hver kaupandinn er. Íbúðarhúsið var hluti af eignum sem bæjarsjóður keypti af ríkissjóði, hluta af Ráðhúsinu, heilsugæslunni og hluta af Skýlinu,  og ekki verðagt sérstaklega í kaupunum, en til var verðmat upp á 17 milljónir króna.

Húsið var byggt úr steypu árið 1983 og er samtals 210,6 m² að stærð, þar af er bílgeymsla skráð 32,5 m².

DEILA