Boccia mótið : 150 keppendur frá 15 félögum

Íþróttarfélagið Ívar hélt Íslandsmót í einstaklings keppni í boccia um síðustu helgi.

150 keppendur frá 15 aðildarfélögum tóku þátt og mættu vestur ásamt aðstoðarfólki, þjálfurum og fararstjórum.

 

Á mótinu var keppt í 5 deildum, frá Ívari tóku 8 keppendur þátt og kepptu í 2. deild, 3. deild, 4. deild og 5. deild. Komust 3 keppendur frá Ívari í úrslit og stóðu sig vel, þau Emilía Arnþórsdóttir í 2. deild, Þorsteinn Goði Einarsson í 4. deild og Patrycja Janina Wielcozs í 5. deild.  Emilía datt út í 16 liða úrslitum en Þorsteinn Goði Einarsson hlaut silfur í 4. deild og Patrycja Janina Wielgosz hlaut silfur í 5. deild.

Úrslit mótsins urðu þessi:

Úrslit á Íslandsmóti ÍF haldið á Ísafirði 5. og 6. október 2019.

 

  1. Deild:
  1. sæti : Guðrún Ólafsdóttir, Firði
  2. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu
  3. sæti: Vilhjálmur Jónsson, Nesi

 

  1. Deild:
  1. sæti: Sveinn Gíslason, ÍFR
  2. sæti: Lára María Ingimundardóttir, Nesi
  3. sæti: Emma Rakel Björnsdóttir, Þjóti

 

3.Deild:

  1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik
  2. sæti: Hildur Sigurgeirsdóttir, Völsungi
  3. sæti: Héðinn jónsson, Eik

 

4.deild:

  1. sæti: Ari Ægisson, Nesi
  2. sæti: Þorsteinn Goði Einarsson, Ívari
  3. sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi

5.deild:

  1. sæti: Ragnar Björnsson, Firði
  2. sæti: Patrycja Janina Wielgosz, Ívari
  3. sæti: Stefán Páll Skarphéðinsson, ÍFR

BC1 til 5

  1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
  2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
  3. sæti: Aneta Beata Kacmarek, ÍFR

 

 

Ívar hefur fengið margar góðar kveðjur frá þeim félögum sem komu hingað og tóku þátt í mótinu, og þykir mótið hafa tekist í alla staði mjög vel.

Það er ekki sjálfgefið að svona mót takist svo vel og til að hjálpa okkur með að láta mótshaldð verða að veruleika fengum við aðstoð frá um 100 sjálfboðaliðum.

Íþróttafélagið Ívar þakka hér með þeim sjáfboðaliðum og styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg. Án þeirra hefði okkar litla félag ekki haft bolmagn til að halda mót af þessari stærðargráðu.

Innilegar þakkir fyrir þá miklu velvild sem við höfum fundið í okkar garð.

Mótsnefnd Ívars.

DEILA