Björgunarsveitin Björg Suðureyri kaupir Bryggjukot

Bryggjukot, nýja húsnæði Björgunarsveitarinnar Björg Suðureyri.

Björgunarsveitin Björg á Suðureyri gerði í gær kaupsamning um skipti á húsnæði við þau heiðurshjón Valgeir Hallbjörnson og Þóru Þórðardóttir. Nýja hús Björgunarsveitarinnar, sem gengur í daglegu tali undir nafninu Bryggjukot,  „verður vonandi mikil lyftistöng fyrir okkar starfsemi og þar inni getum við hýst öll okkar tæki og búnað á sama stað og byggt upp félagsaðstöðu“ segir í frétt á facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Björg.

DEILA