Björgunaræfing í Skutulsfirði í gærkvöldi

Frá æfingunni í gærkvöldi. Mynd: aðsend.

Björgunarfélag Ísafjarðar,Björgunarsveitin Ernir og Þyrla LHG æfðu saman í Skutulsfirði í gærkvöldi.

Æft var við næturaðstæður þar sem þyrlan nýtir nætursjónauka um borð þegar hífingar fara fram.

Þetta var í fyrsta sinn sem áhöfn Gísla Jóns æfði með þyrlunni síðan skipið kom og þótti æfingin takast afar vel og áhafnirnar mjög sáttar með æfinguna.

Teknar voru 8 hífingar úr Gísla en einnig voru tveir hífðir úr gúmmíbjörgunarbát og tveir úr sjó.

Af öryggisástæðum hefur LHG kafara með og voru þeir staðsettir í björgunarbátnum Kobba Láka sem fylgdi þyrlunni.

Alls tóku 24 félagar Björgunarfélags Ísafjarðar þátt í æfingunni sem lauk rétt fyrir miðnætti.

Það er mjög mikilvægt að halda svona æfingar til að samræma vinnubrögð viðbragðsaðila sem að henni koma sagði Teitur Magnússon hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.

DEILA