Aukafundur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á morgun

Boðaður hefur verið aukafundur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og  verður hann  haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 16. október 2019 og hefst kl. 17:00.

Á dagskrá eru þrjú mál. Fyrst er lokaskýrsla um Uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi sem meirihluti nefndarinnar vísaði til bæjarstjórnar til kynningar. Annað málið  er til afgreiðslu tillaga sömu nefndar um að bjóða verkið út í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Síðasta málið á dagskrá er ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og lögð fram tillaga þar um. Óskað er eftir því að afgreiðslan fari fram fyrir luktum dyrum.

DEILA