35. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda

Landssamband smábátaeigenda heldur 35. aðalfund sinn í Reykjavík og hófst hann í gær og lýkur í dag með afgreiðslu ályktana og kjöri stjórnar. Fimmtán svæðisfélög eiga aðilda að Landssambandi smábátaeigenda. Þrjú þeirra eru á Vestfjörðum, Strandveiðifélagið Krókur- félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu, Elding – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum og Smábátafélagið Strandir.

Fyrir fundinum liggja 116 tillögur frá aðildarfélögunum sem hafa verið til umræðu á aðalfundinum og verða þær afgreiddar í dag.

Tillögur frá Vestfirðingum eru allnokkrar.

Strandveiðar:

Smábátafélagið Strandir hvetur stjórnvöld að breyta reglum um strandveiðar. Tímabil strandveiða verði 6 mánuðir í stað fjögurra eins og nú er og óheimilt verði að stunda veiðar á föstudögum og laugardögum í viku hverri.

Elding vill að leyfilegt verði að nota allan mánuðinn til að taka þessa 12 daga. Ekki róið á
rauðum dögum. Str.v.f. Krókur vill að strandveiðar verði heimilaðar á 6 mánaða tímabili 48 daga 5 daga vikunnar og vill einnig að heimilt verði að gera hlé á strandveiðum til að stunda aðrar veiðar.

Grásleppuveiðar:

Elding, Krókur  og Strandir mótmæla öllum hugmyndum um kvótasetningu grásleppu.

Línuívilnun:

Elding leggur til að línuívilnun verði á alla dagróðrabáta undir 30 tonnum. 30% á
landbeitta línu, 20% á stokkað upp í landi og 10% á vélabáta.

 

Flutningur veiðiheimilda milli kerfa:

Elding mótmælir öllum flutningi aflaheimilda úr krókaaflamarkskerfinu upp í
aflamarkskerfið.

Umgengni um auðlindina: 

Strandir hvetur útgerðarmenn smábáta að kalla til starfsmann Fiskistofu þegar um
ónýtan afla er að ræða.

Eftirlit:

Strandveiðifélagið Krókur vill að sjálfvirkur eftirlitsbúnaður sé virkur þegar farið er frá
landi og þegar komið er í land.

Hvalveiðar: 

Elding styður og hvetur til hvalveiða.

DEILA